Ágengar tegundir enn meiri ógn en talið var

Red swamp crayfishÁgengar framandi tegundir ógna lífræðilegri fjölbreytni, heilsu manna og hagkerfum jafnvel enn meira en áður var talið, ef marka má tvær nýjar skýrslu Umhverfisstofnunar Evrópu (EEA). Þar kemur m.a. fram að af þeim 395 tegundum evrópskra lífvera sem IUCN flokkar sem tegundir í bráðri útrýmingarhættu (e. critically endangered) séu 110 í hættu vegna ágengra framandi tegunda. Áætlað hefur verið að ágengar tegundir kosti Evrópu um 12 milljarða evra á ári (rúmlega 2.000 milljarða ísl. kr). Sem dæmi um þetta má nefna tjón á uppskeru af völdum Spánarsnigils og kostnað vegna zebrakræklings sem m.a. stíflar vatnssíur og kælivatnstanka.
(Sjá frétt á heimasíðu EEA í gær).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s