Eistar opna 165 hraðhleðslustöðvar fyrir rafbíla

Electric-car-charging-net-008Öflugt net hleðslustöðva fyrir rafbíla var formlega tekið í notkun í Eistlandi í gær. Um er að ræða 165 hleðslustöðvar þar sem hægt er að hlaða rafbíla með jafnstraumi á innan við hálftíma. Stöðvarnar eru dreifðar um allt landið með 60 km millibili að hámarki, og er Eistland því líklega fyrsta landið í heiminum þar sem hægt er að fara allra sinna ferða á rafbíl. Við opnun netsins sagði Keit Pentus-Rosimannus umhverfisráðherra Eistlands að samgöngustefna landsins ætti að byggjast á því að vistvænar samgöngur væru ódýrasti og einfaldasti kosturinn.
(Sjá frétt The Guardian í gær).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s