Öflugt net hleðslustöðva fyrir rafbíla var formlega tekið í notkun í Eistlandi í gær. Um er að ræða 165 hleðslustöðvar þar sem hægt er að hlaða rafbíla með jafnstraumi á innan við hálftíma. Stöðvarnar eru dreifðar um allt landið með 60 km millibili að hámarki, og er Eistland því líklega fyrsta landið í heiminum þar sem hægt er að fara allra sinna ferða á rafbíl. Við opnun netsins sagði Keit Pentus-Rosimannus umhverfisráðherra Eistlands að samgöngustefna landsins ætti að byggjast á því að vistvænar samgöngur væru ódýrasti og einfaldasti kosturinn.
(Sjá frétt The Guardian í gær).