Umhverfissstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNEP) telur þörf á að verja Norðurheimskautssvæðið betur en gert er gegn ágengni í náttúruauðlindir á borð við málma, olíu og gas, sem nú verða sífellt aðgengilegri samfara bráðnun heimskautsíssins. Að mati UNEP gegnir Norðurskautsráðið lykilhlutverki í að tryggja ábyrga umgengni um þessar auðlindir. Allar ákvarðanir um nýtingu þeirra verði að byggja á mati á áhrifum nýtingarinnar á vistkerfi og stofna.
(Sjá frétt PlanetArk í dag).