54 réttlætisbæir í Svíþjóð

Fairtrade-1-300x200Í lok nóvember fékk Östersund í Svíþjóð formlega vottun sem réttlætisbær (e. Fairtrade City) og á næstu vikum fylgja Härnösand og Öckerö í kjölfarið. Þar með verða réttlætisbæir Svíþjóðar orðnir 54 talsins. Til að fá viðurkenningu af þessu tagi þurfa sveitarfélög að uppfylla tiltekin skilyrði um innkaup á réttlætismerktum vörur og vinna markvisst að félagslega sjálfbærri neyslu.
(Sjá frétt á heimasíðu Fairtrade í Svíþjóð 5. desember).

2 hugrenningar um “54 réttlætisbæir í Svíþjóð

  1. Mig langar líka að búa í svona bæ. Svo þá er bara um tvennt að ræða. Annaðhvort að flytja austur yfir haf til Svíþjóðar eða hefjast handa við að hvetja mitt fólk áfram. Ég vel seinni kostinn. 🙂

    • Styð þig eindregið í þessu! Fyrir nokkrum árum reyndi reyndar ónefnt bæjarfélag á Íslandi að fara þessa leið, en það strandaði strax á því að enginn íslenskur aðili gat séð um vottunina – og til þess bærir aðilar í nágrannalöndunum töldu sig ekki hafa svigrúm til þess. En allt er hægt ef menn leggjast nógu þungt á árar! Það er t.d. auðvelt að hafa upp á þeim sem eru í forsvari fyrir réttlætisbæjahreyfinguna í Noregi, Svíþjóð eða Bretlandi, (þar sem hreyfingin á upptök sín). Orð eru til alls fyrst!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s