Freigátufuglar aftur á Ascension eftir 150 ára fjarveru

A-male-frigatebird-010Á dögunum fundust tvö hreiður freigátufugla á Ascension-eyjunni í sunnanverðu Atlantshafi, en u.þ.b. 150 ár eru liðin síðan villikettir útrýmdu síðustu ungum tegundarinnar á eyjunni. Freigátufuglar eru í hópu sjaldgæfustu sjófugla heims og því þykja þetta mikil tíðindi. Endurkoma fuglanna er árangur margra ára átaks til að útrýma villiköttum á Ascension. Köttunum var upphaflega sleppt á eyjunni í kringum aldamótin 1800 til að koma í veg fyrir að rottur fjölguðu sér óhóflega. Rotturnar höfðu borist þangað vegna gáleysis manna og voru farnar að ógna fuglastofnum. Raunin varð sú að kettirnir gengu í lið með rottunum í ungaátinu og síðan þá hafa fuglar átt mjög undir högg að sækja á þessum slóðum.
(Sjá frétt The Guardian 8. desember).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s