Með mengun í blóðinu

Í rannsókn sem gerð var nýlega á fjórum ungum konum sem þekktar eru úr sviðsljósi norskra fjölmiðla kom í ljós að allar höfðu þær nokkurt magn mengunarefna í blóðinu. Rannsóknin var gerð í samvinnu við Svaninn og tímaritið Cygnus. Þó að styrkur efnanna hafi í flestum tilvikum verið lágur, vekur þetta upp spurningar um hugsanleg áhrif, þ.á.m. samverkandi áhrif til langs tíma. Vaxandi magn ýmissa mengunarefna í blóði fólks kann m.a. að stuðla að minnkandi frjósemi og aukinni tíðni ofnæmis og krabbameins. Mörg þessara efna safnast upp í líkamanum á langri ævi og skila sér auk þess til ungbarna með móðurmjólkinni. Ekki er auðvelt að greina uppruna efnanna, en þau getur m.a. verið að finna í vörum sem fólk notar þegar það þvær hendur sínar og hár, farðar sig eða burstar tennur.
(Sjá frétt í Dagbladet 23. nóvember).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s