Ida Auken umhverfisráðherra Danmerkur kynnti í vikunni nýja varnaefnaáætlun dönsku ríkisstjórnarinnar undir yfirskriftinni Beskyt vand, natur og sundhed. Þar er gert ráð fyrir hröðum samdrætti í notkun varnarefna, en markmiðið er að ná fram 40% samdrætti fyrir árslok 2015. Ætlunin er að verja 253 milljónum danskra króna (rúmum 5,5 milljörðum ísl. kr.) til að ná þessu markmiði. Mikilvægur liður í áætluninni er nýtt varnarefnagjald, sem gerir það að verkum að skaðminni efni verða hlutfallslega ódýrari í innkaupum.
(Sjá frétt á heimasíðu Miljøstyrelsen 20. nóvember).