Raforkuframleiðsla er hafin í London Array vindmyllugarðinum sem verður stærsta vindorkuverið í höfum heimsins þegar hann er kominn í full afköst. Búið er að setja upp 151 vindmyllu í garðinum, sem er staðsettur í óshólmum Thames-árinnar úti fyrir Kent og Essex. Stefnt er að því að samanlagt uppsett afl garðsins verði 870 megavött þegar upp er staðið. (Til samanburðar má nefna að uppsett afl Kárahnjúkavirkjunar er 690 MW).
(Sjá frétt The Guardian í gær).