Gera má ráð fyrir að til framleiðslu á einu grammi af gulli þurfi 55 kwst af raforku og 260 lítra af vatni. Í ferlinu falla til um 1,27 tonn af úrgangi og 18 kg af koltvísýringi sleppa út í andrúmsloftið. Þessar tölur komu fram í lífsferlisgreiningu sem sagt var frá í tímaritinu Journal of Cleaner Production á liðnu sumri.
(Sjá grein í júlíhefti Journal of Cleaner Production)