Hálf milljón Svía í réttlætiskaffitíma

Í dag hópast Svíar í sameiginlegan réttlætiskaffitíma um land allt, eða „Fairtrade fika“ eins og viðburðurinn nefnist á frummálinu. Þetta er fjórða árið í röð sem efnt er til slíks kaffitíma í Svíþjóð í þeim tilgangi að minna á hversu mikil áhrif hægt er að hafa á lífskjör í þróunarlöndunum með því einu að velja rétt kaffi og með því. Þátttakendur í þessum viðburði þurfa að skrá sig á heimasíðunni http://fairtradechallenge.se, og að sjálfsögðu þurfa réttlætismerktar („Fairtrade“) vörur að vera á boðstólum. Um leið er þetta keppni milli fyrirtækja, skóla og sveitarfélaga um mestu þátttökuna miðað við höfðatölu. Um miðnætti í gærkvöldi að sænskum tíma höfðu 534.658 manns skráð sig til þátttöku. Mest var þátttakan í Munkfors, þar sem skráðir þátttakendur voru orðnir álíka margir og íbúar sveitarfélagsins.
(Sjá fréttatilkynningu Fairtrade í Svíþjóð 16. október).

3 hugrenningar um “Hálf milljón Svía í réttlætiskaffitíma

  1. Mig langar til að hrósa þér fyrir þessa síðu Stefán, hér má finna fréttir um jákvæða hluti um umhverfismál sem fylla mann þrótti til að halda áfram leiðangrinum að betra lífi 🙂

  2. Kærar þakkir Lilja. Svona hrós fyllir mig líka þrótti til að halda síðunni við, því að auðvitað efast ég stundum um hvort þetta komi öðrum að gagni. 🙂

    • Jú vissulega, ég veit um fleiri sem lesa síðuna þína og hafa gagn af! Keep up the good work

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s