Bensín úr andrúmslofti

Sérfræðingum hjá breska fyrirtækinu Air Fuel Synthesis (AFS) hefur fyrstum manna tekist að framleiða bensín í umtalsverðu magni úr andrúmslofti. Lofti er þá blásið í gegnum súlu sem inniheldur vítissóda. Koltvísýringur úr loftinu binst sódanum og myndar natríumkarbónat, en er síðan losaður aftur með rafgreiningu og látinn hvarfast við vetni, sem fengið er með rafgreiningu á vatni. Þannig fæst syngas sem unnið er í metanól og síðan bensín. Verkefnið er komið á það stig að rætt er um byggingu verksmiðju til að framleiða bensín af þessu tagi í stórum stíl. Framleiðslan getur tekið mið af framboði á raforku á hverjum tíma og þannig nýst sem orkugeymsla, umfram hið hefðbundna hlutverk eldsneytis. Ef raforkan er af endurnýjanlegum uppruna telst eldsneytið kolefnishlutlaust.
(Sjá frétt EDIE 15. október).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s