Tveir jafngrænir bílar

Volkswagen Passat TSI Ecofuel og tengiltvinnbíllinn Volvo V60 urðu efstir og jafnir í vali samtakanna Gröna bilister í Svíþjóð á umhverfisvænsta (s. miljöbästa) bílnum 2013. Samtökin hafa valið grænasta bílinn á hverju ári frá 1994, en þetta er í fyrsta sinn sem tveir bílar deila með sér toppsætinu. Samtals voru 43 bílar tilnefndir að þessu sinni. Valið var í höndum fjögurra dómnefnda. Ein var skipuð barnafjölskyldum, önnur fólki 65 ára og eldra, sú þriðja bílablaðamönnum og sú fjórða umhverfisstjórum. Til að vera með í valinu þurfa bílar að uppfylla skilgreiningu stjórnvalda á visthæfum bílum, vera með hæstu einkunn í öryggisprófunum (Euro NCAP) og vera tilbúnir til afgreiðslu 1. janúar 2013. Listi Gröna bilister er sagður hafa mikil áhrif á bílasölu, bæði í Svíþjóð og í öðrum löndum.
(Sjá nánar á heimasíðu Gröna bilister 28. september).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s