Rottur sem fóðraðar eru á erfðabreyttum Roundup-þolnum maís lifa að meðaltali skemur og fá frekar æxli í mjólkurkirtla en aðrar rottur, auk þess sem þeim er mun hættara við lifrar- og nýrnaskemmdum. Þetta kom fram í rannsókn franskra vísindamanna sem sagt var frá í grein í vísindatímaritinu Food and Chemical Toxicology í gær. Umrædd erfðabreyting er til þess gerð að hægt sé að eyða illgresi á maísökrunum með plöntueitrinu roundup án þess að skaða maísplönturnar. Heilsufarsáhrifin komu fram í rannsókninni hvort sem erfðabreytti maísinn hafði verið úðaður með roundup eður ei.
(Sjá nánar á ScienceDirect í gær).
Athyglisverð grein en fremur illskiljanleg. Ég gat hvergi fundið hvort munur á hópunum væri tölfræðilega marktækur.
Ég er sammála því að greinin er ekki sérlega vel skrifuð, hvorki hvað varðar tölfræðilegar skýringar, framsetningu né málfar. En hún stenst þó greinilega þær kröfur sem gerðar eru.