Nestlé til fyrirmyndar í loftslagsmálum

Matvælafyrirtækið Nestlé er hæst á árlegum lista samtakanna Carbon Disclosure Project yfir frammistöðu 500 stærstu fyrirtækja heims í loftslagsmálum. Við röðun á listann er skoðað hvernig fyrirtækin taka tillit til loftslagsbreytinga í áætlunum sínum, hvernig þau mæla losun gróðurhúsalofttegunda, hversu gagnsæjar upplýsingar frá þeim eru og hvaða aðgerða þau hafa gripið til í því skyni að draga úr losun. Frá árinu 2001 hefur Nestlé tekist að helminga losun gróðurhúsalofttegunda á hvert tonn framleiðslu. Þá hafa aðgerðir Nestlé í Mexíkó vakið sérstaka athygli, en þar koma 85% af allri raforkunotkun fyrirtækisins frá vindmyllugarði.
(Sjá nánar í frétt EDIE 14. sept. sl).

3 hugrenningar um “Nestlé til fyrirmyndar í loftslagsmálum

  1. http://en.wikipedia.org/wiki/Nestle#Controversy_and_criticism
    Say no more …
    ( OK… . Nestlé er eflasut að gera góða hluti hér og þar, en það vantar það mikið uppá að þeir séu góðu gæjar, að þangað til heildin hjá þéim batni, mætti örugglega líta á grænu verkefnin þeirra sem tegund af grænþvott. Grænþvótt þegar snýr að ímynd þeirra, þótt verkefnin sem slík geta veitt innblástur. Það ætti að vera hægt að halda þessum tveimum hugsunum í hausnum á sama tíma 🙂 )

  2. Það að Nestlé sé efst á listanum þýðir ekki að þau séu fullkomin, heldur aðeins að þau standi sig betur en hin 499 fyrirtækin að mati Carbon Disclosure Project.

  3. Því miður er maður orðinn svo kvekktur á öllum samkeppnislistum vegna áhrifa lobbísta sem viðast vera alls staðar nú orðið.

Skildu eftir svar við Anna Hauksdóttir Hætta við svar