Hver á lífseigasta hlutinn?

Umhverfisstofnun Danmerkur (Miljøstyrelsen) stendur nú fyrir samkeppni um lífseigasta hlutinn undir yfirskriftinni „Danmarks længstlevende“. Keppnin fer þannig fram að Danir senda inn myndir af hlutum sem hafa dugað þeim vel og láta gjarnan sögu hlutanna fylgja. Keppnin er hluti af átakinu „Notið meira, sóið minnu“ og er ætlað að beina athygli fólks að tilfinningalegu gildi hlutanna og þeim umhverfislega sparnaði sem fylgir því að fara vel með og láta hlutina endast í stað þess að kasta þeim fyrir róða og kaupa nýja.
(Sjá nánar í frétt á heimasíðu Miljøstyrelsen í gær).

2 hugrenningar um “Hver á lífseigasta hlutinn?

  1. Mig langar svo að geta sett like á fréttirnar þínar! Þetta er frábær og skemmtileg hugmynd!

  2. Takk Birna. Ég held að maður geti sett „læk“ á einstakar færslur, en bara ekki á forsíðunni. Ef smellt er á fyrirsögn færslunnar birtist „lækhnappur“ neðst á þeirri síðu. 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s