Mikil hnignun votlendis í Kína

Kína votlendiVotlendi í Kína hefur minnkað um 9% frá árinu 2003. Þetta hefur ýtt undir vatnsskort, sem þegar er orðinn alvarlegt vandamál fyrir íbúa og atvinnulíf. Í Kína býr rúmlega fimmtungur jarðarbúa, en þar eru aðeins um 6% af aðgengilegu ferskvatni jarðar. Votlendið sem tapast hefur á síðustu 10 árum er um 340.000 ferkílómetrar að flatarmáli, eða rúmlega þrefalt stærra en Ísland. Þessu landi hefur ýmist verið breytt í landbúnaðarland, lagt undir mannvirki eða þornað upp vegna loftslagsbreytinga.
(Sjá frétt PlanetArk í dag).