Síloxan í norskum vatnafiski

Siloksan MDNý rannsókn á fiskum í Mjøsa og fleiri norskum stöðuvötnum bendir sterklega til að síloxön safnist upp í lífkeðjunni. Í rannsókninni fundust síloxönin D5 og D6 í ýmsum tegundum vatnalífvera og fór styrkurinn vaxandi eftir því sem ofar dró í fæðukeðjunni. Þannig var styrkurinn hærri í fiskum sem éta aðra fiska en í fiskum sem nærast á svifi. Þá fannst meira af efnunum nær þéttbýlisstöðum en fjær. Síloxön eru notuð í ýmsar vörur, svo sem snyrtivörur, bílahreinsivörur og málningu.
(Sjá frétt á heimasíðu Umhverfisstofnunar Noregs 27. nóvember).