Danir hafa lengi keypt meira af lífrænt vottuðum vörum en aðrar þjóðir, sérstaklega vörum á borð við mjólk, egg, gulrætur og aðra ferskvöru. Nú virðist eftirspurnin hins vegar vera farin að ná til fleiri vöruflokka en áður, því að á nýliðnu ári varð gríðarleg aukning í sölu á unnum matvælum með lífræna vottun, svo sem ávaxtasafa, víni, ís, sælgæti og tilbúnum réttum. Söluaukningin í þessum vörutegundum nam allt frá 30% upp í nokkur hundruð prósent. Vísindamenn við háskólann í Árósum segja þessa þróun vera dæmi um svonefnd rúllustigaáhrif, sem lýsa sér í því að þegar neytendur eru einu sinni komnir á bragðið liggur leiðin aðeins upp á við. Hvatinn á bak við þessa öru þróun er m.a. talinn vera vilji neytenda til að forðast „E-efni“ sem ekki eru leyfð í lífrænni framleiðslu.
(Sjá frétt á heimasíðu Økologisk landsforening 16. janúar).
Danir kaupa sífellt fleiri tegundir af lífrænum vörum
Svara