Rottur sem fóðraðar eru á erfðabreyttum Roundup-þolnum maís lifa að meðaltali skemur og fá frekar æxli í mjólkurkirtla en aðrar rottur, auk þess sem þeim er mun hættara við lifrar- og nýrnaskemmdum. Þetta kom fram í rannsókn franskra vísindamanna sem sagt var frá í grein í vísindatímaritinu Food and Chemical Toxicology í gær. Umrædd erfðabreyting er til þess gerð að hægt sé að eyða illgresi á maísökrunum með plöntueitrinu roundup án þess að skaða maísplönturnar. Heilsufarsáhrifin komu fram í rannsókninni hvort sem erfðabreytti maísinn hafði verið úðaður með roundup eður ei.
(Sjá nánar á ScienceDirect í gær).
Erfðabreyttur maís veldur heilsutjóni í rottum
2