H&M tekur við notuðum fötum

H&MFrá og með febrúar á næsta ári mun H&M verslunarkeðjan taka við notuðum og gölluðum fötum til endurvinnslu í öllum þeim 48 löndum þar sem keðjan er starfandi, óháð vörumerkjum og því hvar fötin voru upphafleg keypt. Þessi nýbreytni er liður í viðleitni fyrirtækisins til að stuðla að sjálfbærri þróun. Þeir sem skila inn fötum fá afsláttarmiða frá H&M í staðinn.
(Sjá frétt á heimasíðu Svenska dagbladet í gær).