Gamlir reiðhjólahlutar knýja grænt hagkerfi

guatemala_160Gamlir hlutar úr reiðhjólum eru undirstaða starfsemi Maya Pedal en samtökin, sem starfrækt eru í Gvatemala, hanna og smíða svokallaðar reiðhjólavélar sem auðvelda íbúum verk sem krefjast mikils vinnuafls. Reiðhjólavélarnar nýtast meðal annars við að dæla vatni úr brunnum, mala maís og búa til kjúklingafóður og geta þannig hámarkað afkastagetu lítilla fjölskyldufyrirtækja. Maya Pedal hefur þróað 19 reiðhjólavélar sem nýtast til mismunandi verka. Meðaldagslaun íbúa í Gvatemala eru um 3 dollarar (um 400 ísl. kr.) og um 54% þjóðarinnar búa undir fátæktarmörkum. Smávægileg aukning afkastagetu á heimilum getur haft talsverð áhrif á afkomu fjölskyldna og aukið þannig lífsgæði. Einnig geta eigendur reiðhjólavélanna lækkað rafmagnsreikningana sína svo um munar og þar með aukið ráðstöfunartekjurnar enn frekar.
(Sjá frétt TakePart 10. mars).