Sérstök merking matvæla með lítið kolefnisspor

Sænski matvælaframleiðandinn Felix hefur tekið upp nýtt merki til að einkenna þær matvörur frá fyrirtækinu sem hafa minnst kolefnisspor. Nýja merkið, ”Lågt klimatavtryck” byggist á útreikningum sem styðjast við gagnagrunn rannsóknastofnunarinnar RISE. Tilgangurinn með merkingunni er að auðvelda fólki að velja matvörur sem samræmast 1,5° markmiði Sameinuðu þjóðanna. Fyrst um sinn verður merkingin notuð á tilbúna frysta rétti og frosnar kartöflur. Á heimasíðu fyrirtækisins (Felix.se) má nú finna upplýsingar um kolefnisspor vörutegunda sem þar eru framleiddar, rétt eins og upplýsingar um næringarefnainnihald og ofnæmisvalda.
(Sjá frétt Livsmedelsnyheter 17. september).