Fyrsta ölduvirkjunin tengd raforkukerfi Norðurlanda

vågkraftsboj-sotenäs-ansluten-till-elnätetÍ síðustu viku var rafstraum frá ölduvirkjun í fyrsta sinn hleypt inn á raforkukerfi Norðurlandanna þegar fyrstu einingarnar af Sotenäs-ölduvirkjuninni út af Lysekil á vesturströnd Svíþjóðar voru tengdar við land. Sotenäsvirkjunin er nýjung á heimsvísu að því leyti að þetta er fyrsta ölduvirkjunin sem samanstendur af mörgum einingum sem eru auk heldur tengdar við fyrsta neðansjávarspenni í heimi. Virkjunin er þróunarverkefni sem fjármagnað er af orkufyrirtækinu Fortum, Orkustofnun Svíþjóðar og nýsköpunarfyrirtækinu Seabased og unnið í samvinnu við vísindamenn við Ångströmrannsóknarstofuna við Háskólann í Uppsölum.
(Sjá fréttatilkynningu Fortum í gær).