Sala á lífrænum matvælum 35% meiri en í fyrra

ImageGenÍ Danmörku hefur sala á lífrænt vottuðum ávöxtum og grænmeti aukist um 35% það sem af er árinu miðað við sama tíma í fyrra. Salan er nú orðin fimmfalt meiri en hún var fyrir 10 árum. Einstakar verslunarkeðjur, þ.m.t. Irma, eru hættar að selja tilteknar tegundir af grænmeti og ávöxtum sem ekki eru með lífræna vottun. Að sögn talsmanns Irmu hefur heildarsala á gulrótum aukist þar um 20% frá því að óvottuðum gulrótum var úthýst þaðan í síðasta mánuði. Dansk Supermarked bauð í fyrsta sinn upp á lífrænt vottað grænkál fyrir ári síðan. Vottaða grænkálið hefur náð þvílíkum vinsældum að óvottað grænkál er ekki lengur til sölu í verslunum keðjunnar.
(Sjá frétt á heimasíðu Økologisk Landsforening 3. september).