Ríkisstjórn Svíþjóðar áformar ýmsar lagabreytingar til að hefta útbreiðslu ágengra tegunda í landinu. Í tillögum stjórnarinnar er m.a. gert ráð fyrir að hver sá sem dreifir ágengum tegundum af ásetningi eða með vítaverðu gáleysi skuli dæmdur til sektargreiðslu eða fangelsisvistar í allt að tvö ár. Þá er lagt til að heimilt verði að tilgreina í reglugerðum hvaða aðgerða skuli gripið til vegna einstakra tegunda og að sveitarstjórnir geti gripið til aðgerða til að eyða ágengum tegundum af landi í einkaeigu, jafnvel gegn vilja eigandans. Tillögum stjórnarinnar er ætlað að tryggja að Svíþjóð uppfylli skilyrði Evrópureglugerðar frá árinu 2015.
(Sjá frétt Aktuell Hållbarhet 23. febrúar).
Eru þið með tengil á þessa ESB-reglugerð?
http://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/TXT/?uri=CELEX%3A32014R1143