Sviss stendur sig best í umhverfismálum

Sviss stendur sig þjóða best í umhverfismálum ef marka má nýja skýrslu Yale-háskólans um umhverfisvísitölur þjóða (Environmental Performance Index (EPI)) sem gefin er út annað hvort ár og birt í tengslum við fund Alþjóðaefnahagsráðsins (World Economic Forum) í Davos. Há einkunn Sviss (87,42) endurspeglar góða frammistöðu á ýmsum sviðum, einkum þó hvað varðar loftgæði og loftslagsvernd. Frakkland, Danmörk, Malta og Svíþjóð raða sér í næstu sæti, en Ísland vermir 11. sætið og hefur fallið úr 2. sæti þar sem það var statt fyrir tveimur árum. EPI-skýrslan er nú birt í 10. sinn og í henni er 180 þjóðum raðað eftir frammistöðu í 24 atriðum, auk þess sem lagt er mat á þróun mála í hverju landi um sig síðustu árin. Almennt hefur staðan á heimsvísu batnað í málum á borð við neysluvatn og hreinlæti, en á öðrum sviðum er mikilla úrbóta þörf. Léleg loftgæði eru stærsta ógnin við lýðheilsu eins og staðan er í dag.
(Sjá frétt á heimasíðu Yale-háskólans 23. janúar).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s