Ríkisstjórn Skotlands kynnti á dögunum áform sín um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 66% fyrir árið 2032 frá því sem var 1990. Með þessu telja stjórnvöld að Skotland festi sig í sessi meðal fremstu þjóða heims í þessum efnum. Til að ná markmiðinu er ætlunin að gera orkugeirann óháðan kolefni, ná 80% hlutfalli í húshitun með kolefnissnauðum orkugjöfum, koma hlutfalli nýskráðra visthæfra fólksbíla og flutningabíla upp í 40%, endurheimta 250.000 hektara af votlendi og stækka skóga um a.m.k. 15.000 hektara á ári. Umhverfisverndarfólk fagnar þessum áformum en gagnrýnir að framkvæmdaáætlanir vanti, að gert sé ráð fyrir að kolefnisbinding sé hluti af lausninni þótt óvissa sé um árangur hennar og að ekki sé kveðið skýrt á um bann við bergbroti (e. fracking).
(Sjá frétt BBC 19. janúar).