Mikil aukning í lífrænni ræktun

oeko-mark-med-koeer_web160Samtals sóttu 1.128 danskir bændur um styrki til aðlögunar að lífrænni ræktun þetta árið. Sótt var um vegna landsvæða sem eru samtals 40.000 hektarar að flatarmáli, en það samsvarar öllu flatarmáli eyjanna Langalands og Samsø. Með þessu eru danskir bændur að bregðast við gríðarlegri aukningu í eftirspurn eftir lífrænt vottuðum vörum. Salan á þessum vörum í dönskum verslunum hefur tvöfaldast síðan á árinu 2007 og er nú komin í u.þ.b. 7 milljarða danskra króna á ári (um 120 milljarða ísl. kr.). Sala til stóreldhúsa hefur þrefaldast á 5 árum og útflutningur á lífrænt vottuðum vörum frá Danmörku hefur sjöfaldast á 10 árum. Gert er ráð fyrir að þörf sé á að taka aðra 40.000 hektara í aðlögun á næsta ári til að halda í horfinu.
(Sjá frétt á heimasíðu Økologisk Landsforening 28. október).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s