Kostnaður við nýtingu vindorku mun lækka verulega á næstu árum og áratugum að því er fram kemur í nýrri grein fremstu sérfræðinga á þessu sviði í tímaritinu Nature Energy. Samkvæmt þessu má búast við að kostnaðurinn lækki um 24-30% fram til ársins 2030 og 35-41% fram til 2050 – og jafnvel enn meira ef bjartsýnustu spár ganga eftir. Þessi aukna hagkvæmni mun byggjast á stærri vindmyllum sem nýta vindinn betur en nú er gert, lægri fjármagnskostnaði og lægri rekstrarkostnaði.
(Sjá frétt ENN í gær).