ESB bannar tvo hormónaraskandi illgresiseyða

5238Evrópusambandið hefur bannað notkun illgresiseyða sem innihalda efnin amítról og ísóprótúrón þar sem þau eru talin geta orsakað skjaldkirtilskrabbamein, ófrjósemi og fæðingargalla. Bannið tekur gildi 30. september nk. Þetta er í fyrsta sinn sem sambandið bannar notkun illgresiseyða sem taldir eru hormónaraskandi, en dönsk stjórnvöld o.fl. hafa þrýst á að fleiri slík efni verði tekin úr umferð. Talsmaður grasrótarsamtakanna Pesticide Action Network segist fagna niðurstöðunni en leggur um leið áherslu á að nú þegar liggi fyrir hjá ESB fjölmargar tillögur um bann eða takmörkun á notkun hormónaraskandi efna í varnarefnum og að sambandið hafi jafnan frestað ákvarðanatöku þar um. Amítról er mikið notað í 10 löndum ESB og illgresiseyðar sem innihalda ísóprótúrón eru seldir í 22 ríkjum enda þótt fyrir liggi niðurstöður Matvælaöryggisstofnunar Evrópu um skaðsemi efnisins.
(Sjá frétt the Guardian 19. apríl).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s