Evrópusambandið hefur bannað notkun illgresiseyða sem innihalda efnin amítról og ísóprótúrón þar sem þau eru talin geta orsakað skjaldkirtilskrabbamein, ófrjósemi og fæðingargalla. Bannið tekur gildi 30. september nk. Þetta er í fyrsta sinn sem sambandið bannar notkun illgresiseyða sem taldir eru hormónaraskandi, en dönsk stjórnvöld o.fl. hafa þrýst á að fleiri slík efni verði tekin úr umferð. Talsmaður grasrótarsamtakanna Pesticide Action Network segist fagna niðurstöðunni en leggur um leið áherslu á að nú þegar liggi fyrir hjá ESB fjölmargar tillögur um bann eða takmörkun á notkun hormónaraskandi efna í varnarefnum og að sambandið hafi jafnan frestað ákvarðanatöku þar um. Amítról er mikið notað í 10 löndum ESB og illgresiseyðar sem innihalda ísóprótúrón eru seldir í 22 ríkjum enda þótt fyrir liggi niðurstöður Matvælaöryggisstofnunar Evrópu um skaðsemi efnisins.
(Sjá frétt the Guardian 19. apríl).