Hættuleg efni algeng í útivistarvörum

LeavingtracesAðeins fjórar af 40 útivistarvörum sem skoðaðar voru í nýrri rannsókn á vegum Greenpeace reyndust lausar við per- og pólýflúoruð efnasambönd sem geta verið hættuleg fyrir umhverfi og heilsu, en þessi efni eru notuð vegna vatns- og fitufráhrindandi eiginleika sinna. Auk útivistarfatnaðar og skóbúnaðar náði rannsóknin til varnings á borð við bakpoka, tjöld og svefnpoka. Meðal hættulegra efna sem leyndust í vörunum má nefna PFOA og aðrar langar flúoraðar kolefniskeðjur, en einnig kom í ljós að minni flúorkolvetni (PFC) eru notuð í vaxandi mæli. Þessi efni eru þrávirk rétt eins og PFOA, en áhrif þeirra eru minna þekkt. Sum þeirra eru rokgjörn og því líklegri en önnur til að leka úr vörunum.
(Sjá frétt á heimasíðu Greenpeace í dag).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s