Vistkerfi fjarða binda mikið kolefni

fjords_160Vistkerfi fjarða binda um 11% af öllu því kolefni sem binst í hafinu samkvæmt nýrri rannsókn Háskólans í Otago á Nýja-Sjálandi á setlögum í fjörðum. Firðir gegna þannig mjög mikilvægu hlutverki í loftslagsstjórnun og er talið að árlega séu um 18 milljón tonn af lífrænu kolefni grafin í seti fjarða. Firðir þekja aðeins um 0,1% af yfirborði sjávar og er því geta þeirra til kolefnisbindingar mun meiri en annarra hafsvæða. Þar sem firðir eru djúpir og oft tiltölulega súrefnissnauðir eru þeir mjög stöðugir geymslustaðir fyrir kolefnisríkt set. Kolefnisbinding í seti er mjög mikilvæg vistkerfaþjónusta sem getur dregið verulega úr sveiflum í magni koltvísýrings í andrúmslofti og þannig haft áhrif á þróun loftslags jarðar. Einnig er kolefnisbinding í setlögum mjög varanleg, þar sem geymslan getur dugað í þúsundir ára.
(Sjá frétt Science Daily 4. maí).

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s