Barnshafandi konur sem eru í mikilli nálægð við hormónaraskandi efni eru um 16 sinnum líklegri en aðrar til að missa fóstur samkvæmt nýrri rannsókn Odense Børnekohorte og Syddansk Universitet. Í rannsókninni var skoðað sambandið milli styrks tiltekinna hormónaraskandi efna í blóði barnshafandi kvenna og tíðni fósturláta. Mest hætta virtist stafa af tveimur perflúoruðum efnum sem eru m.a notuð í föt, húsgögn og matarumbúðir til að gera þessar vörur vatns- og fitufráhrindandi. Tina Kold Jensen, prófessor við Syddansk Universitet, segir að niðurstöðurnar hafi komið mjög á óvart. Sextánföld áhætta sé mjög óvenjuleg í rannsóknum af þessu tagi.
(Sjá frétt BT í dag).