Svæfingarlyf ýta undir hlýnun jarðar

anesthetic_160Svæfingagös á borð við desflúran, ísóflúran og sevóflúran eru farin að safnast fyrir í andrúmsloftinu og ýta undir hlýnun jarðar samkvæmt nýrri rannsókn American Geophysical Union. Efnin hafa mælst í andrúmslofti alla leið til Suðurheimskautsins og hefur styrkur þeirra aukist jafnt og þétt á síðustu áratugum. Þó að um mjög lítið magn sé að ræða ber að hafa í huga að þessi efni eru um 2.500 sinnum öflugri gróðurhúsalofttegundir en koltvísýringur og því getur lítið magn haft áhrif. Í umræddri rannsókn var magn svæfingarlyfja í andrúmslofti reiknað út frá loftmælingum á heimskautasvæðum og raunmælingum sem gerðar hafa verið í Sviss frá árinu 2013. Hægt er að koma í veg fyrir að svæfingarlyf sleppi út í andrúmsloftið auk þess sem nýta má önnur lyf með minni hnatthlýnunarmátt.
(Sjá frétt Science Daily 7. apríl).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s