Svokallaðir töfrasprotar geta gefið frá sér klórparaffín samkvæmt nýrri rannsókn dönsku neytendasamtakanna Tænk. Í rannsókninni voru skoðaðir 10 mismunandi töfrasprotar og reyndust þrír þeirra leka klórparaffíni í matvælin sem þeim var beitt á. Klórparaffín er hópur efna sem eru m.a. notuð sem smurefni, eldvarnarefni og mýkingarefni. Efnin eru talin hormónaraskandi og því er óæskilegt að vörur sem eru í snertingu við matvæli innihaldi slík efni. Sprotar frá KitchenAid og Electrolux gáfu frá sér nokkuð af klórparaffíni en sproti frá OHB Nordica gaf frá sér lang mest af efninu. Forsvarsmenn OHB segjast stefna að því að hætta nota klórparaffín í sprotana.
(Sjá frétt Tænk 9. apríl).