Þeir sem flokka eru hamingjusamari

affald_160Einstaklingar sem hugsa um náttúruna, draga úr úrgangsmyndun og flokka ruslið sitt lifa hamingjusamara lífi en annað fólk. Þetta kemur fram  í skýrslu sem Rannsóknarstofnun hamingjunnar gaf út á dögunum, en þar eru teknar saman niðurstöður rannsókna frá Kaupmannahafnarháskóla, Hagfræðiháskólanum í London og háskólanum í Harvard. Í skýrslunni er bent á fjórar mögulegar ástæður fyrir þessum tengslum flokkunar og hamingju. Í fyrsta lagi geti sjálfbær lífstíll stuðlað að hamingju, í öðru lagi sé hamingjusamt fólk líklegra til að flokka rusl, í þriðja lagi efli úrgangsforvarnir og flokkun tengingu fólks við náttúruna og nágrannana og í fjórða lagi sé fólk sem hugsar um umhverfið almennt ánægðara og leggi því áherslu á sjálfbærni. Skýrslan, sem ber titilinn Sjálfbær hamingja – Af hverju úrgangsforvarnir geta aukið lífsgæði, hefur fangað athygli umhverfisráðherra Danmerkur sem fagnar því að aukin hamingja geti verið jákvæð aukaverkun aukinnar nýtni og sjálfbærra áherslna.
Sjá frétt Politiken 30. janúar).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s