Heilbrigt matarræði dregur úr loftslagsbreytingum

meat_160Heilbrigðara matarræði og minni matarsóun eru mikilvægir liðir í að tryggja fæðuöryggi og draga úr áhrifum loftslagsbreytinga samkvæmt nýrri rannsókn Háskólans í Cambridge sem sagt er frá í nýjasta hefti Nature Climate Change. Með sama áframhaldi gæti losun gróðurhúsalofttegunda frá matvælaframleiðslu einni og sér jafnvel verið orðin meiri árið 2050 en sem nemur áætlaðri heildarlosun á þeim tíma. Útbreiðsla vestrænnar matarmenningar sem einkennist af mikilli kjötneyslu hefur gert það að verkum að sífellt meira land þarf undir framleiðsluna. Þetta hefur í för með sér mikla skerðingu líffræðilegrar fjölbreytni, eyðingu skóga og mikla metanlosun. Um 42% meira land gæti þurft undir matvælaframleiðslu árið 2050 en nú er, notkun tilbúins áburðar gæti aukist um 45% á sama tíma og losun gróðurhúsalofttegunda frá matvælaframleiðslu um 80%. Höfundarnir telja brýnt að auka áherslu á heilbrigðisfræðslu til að ýta undir fjölbreyttara matarræði og minni kjötneyslu.
(Sjá frétt á heimasíðu Cambridge háskólans í dag).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s