Plastefni úr tómataafgöngum

Heinz_FordAfgangar frá tómatsósuframleiðslu Heinz verða hugsanlega notaðir í Ford bílaparta í nýju samstarfsverkefni fyrirtækjanna tveggja sem felur í sér rannsóknir á nýjum leiðum til að framleiða lífrænt plastefni úr tómötum. Talsmaður Ford segir athyglina beinast sérstaklega að þurrkuðu tómatahýði sem hægt sé að nota í raflagnafestingar eða geymsluhólf í innréttingu Ford bíla. Markmið verkefnisins er að þróa sterkt og létt efni sem stenst kröfur bílaframleiðenda og dregur á sama tíma úr vistspori beggja fyrirtækja. Verkefnið er enn á byrjunarstigi en bæði fyrirtækin eru bjartsýn á að samstarfið leiði til framleiðslu á 100% lífrænu plastefni sem getur nýst báðum aðilum.
(Sjá frétt Waste Management World í gær).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s