Sparneytnari sendibílar

sendiferdabillSendibílafloti Evrópu notaði að meðaltali 4% minna eldsneyti árið 2013 en árið áður samkvæmt nýjustu tölum Umhverfisstofnunar Evrópu (EEA), en þetta þýðir að flotinn er kominn undir markmið Evrópusambandsins í eldsneytisnýtingu fyrir árið 2017. Um 1,2 milljónir nýrra sendibíla voru skráðar í Evrópu árið 2013 og var koltvísýringslosun þeirra að meðaltali 173,3 g/km, en markmið ESB fyrir árið 2017 er 175 g/km. Meðallosunin er breytileg eftir löndum. Minnst er hún á Möltu, í Portúgal og í Frakklandi, en mest í Slóvakíu, Þýskalandi og Tékklandi. Sömu þróun má sjá í einkabílaflota Evrópu, en þar hefur losunin nú þegar náð markmiði ESB fyrir árið 2015.
(Sjá frétt EEA 21. maí).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s