Rakabreytingar virkjaðar með hjálp bakteríugróa

LaufVísindamenn við Harvardháskóla telja sig hafa fundið leið til að virkja breytingar á rakastigi til raforkuframleiðslu. Þetta er mögulegt með því að búa til plötur sem svigna þegar breytingar verða á rakastigi, rétt eins og fallin laufblöð rúllast upp í þurrki. Frumgerðin er búin til úr gúmmíplötum og á aðra hlið þeirra eru fest gró bakteríunnar Bacillus subtilis. Gróin krumpast saman þegar þau þorna en þenjast út á ný þegar rakastigið hækkar. Þessari hreyfingu er síðan hægt að breyta í raforku og nýta þannig t.d. uppgufun frá tjörnum og höfnum á sólríkum dögum.
(Ská frétt ENN 27. febrúar).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s