Toshiba hefur sett á markað nýjan Svansmerktan prentara sem getur prentað aftur og aftur á sama pappírinn. Útprentuð blöð sem lokið hafa hlutverki sínu eru þá sett í sérstaka skúffu í prentaranum í stað þess að fleygja þeim. Þar er letrið fjarlægt með því að hita blöðin, auk þess sem sléttað er úr blöðunum áður en prentað er á þau á nýjan leik. Galdurinn á bak við þetta liggur í tónernum sem notaður er í prentarann. Með þessari nýju tækni er hægt að draga verulega úr pappírsnotkun og losun gróðurhúsalofttegunda.
(Sjá frétt á heimasíðu Svansins í Svíþjóð 22. janúar).