Umhverfisstofnun Noregs (Miljødirektoratet) hefur áhyggjur af vaxandi notkun hættulegra efna í byggingariðnaði þar í landi. Á síðustu tveimur árum hefur notkun slíkra efna aukist, án þess að hægt sé að skýra það með vaxandi umsvifum í greininni. Um er að ræða ýmis efni sem leynast í einangrun, lími, fúgusementi og málningu, svo dæmi séu tekin.
(Sjá frétt á heimasíðu stofnunarinnar 7. nóvember).