Konur grænni en karlar

Kvinner tenker grøntNorskar konur hugsa meira um umhverfið en karlkyns landar þeirra ef marka má reglubundna neytendakönnun sem Respons Analyse gerði fyrir Svaninn í Noregi. Sem dæmi um þetta má nefna að 57% kvenna svipast um eftir Svansmerkinu þegar þær kaupa inn, en aðeins 39% karla. Konur eru einnig líklegri en karlar til að flokka úrgang og sniðganga einnotavörur. Í þeim þjóðfélagshópi sem hugsar mest um umhverfismál eru konur í miklum meirihluta.
(Sjá frétt á heimasíðu Svansins í Noregi 8. mars).

Færðu inn athugasemd