Um 3.000 hreindýrum verður útrýmt á eyjunni Suður-Georgíu á Suðurheimskautssvæðinu næstu tvö sumur í umfangsmikilli aðgerð til að koma í veg fyrir frekara tjón á lífríki eyjunnar. Hreindýrin voru upphaflega flutt til Suður-Georgíu árið 1911 sem fæða fyrir norska hvalveiðimenn. Síðan hefur þeim fjölgað mjög og valdið mikilli gróður- og jarðvegseyðingu, auk þess sem þau hafa eyðilegt búsvæði fugla og annarra innlendra tegunda. Hreindýrin á Suður-Georgíu eru hluti af miklu stærra vandamáli á heimsvísu, en samanlagt árlegt tjón af völdum ágengra tegunda hefur verið áætlað um 1,4 trilljónir Bandaríkjadala (um 182.000 milljarðar ísl. kr).
(Sjá frétt PlanetArk í gær).