Kanadíska fyrirtækið Carbon Engineering hefur hafið tilraunir með vinnslu koltvísýrings beint úr andrúmsloftinu, og er stefnt að því að tilraunaverksmiðja til þessara nota verði tilbúin í Calgary fyrir árslok 2014. Enn ríkir mikil óvissa um kostnaðinn við vinnsluna, en talið er að hann verði á bilinu 20-2.000 dollarar á tonnið. Bent hefur verið á að þessi kostnaður gefi vísbendingu um sanngjarnt gjald fyrir að fá að sleppa koltvísýringi út í andrúmsloftið.
(Sjá frétt í New York Times 5. janúar).