Koltvísýringslosun minnkar hægar í atvinnugreinum sem versla með losunarheimildir en í greinum sem gera það ekki, að því er fram kemur í nýrri úttekt Umhverfisstofnunar Svíþjóðar (Naturvårdsverket). Á árunum 2005-2007 minnkaði koltvísýringslosun um 0,9% í þeim atvinnugreinum í Svíþjóð sem versla með losunarheimildir, en um 3,2% í öðrum greinum. Svipað er uppi á teningnum frá og með árinu 2008, en á því tímabili hefur samdrátturinn verið 1,0% í fyrrnefndu greinunum og 3,6% í þeim síðarnefndu.
(Sjá fréttatilkynningu Naturvårdsverkets í gær).