Al Gore skorar á Barack Obama að láta til sín taka í loftslagsmálum

Al Gore, fyrrum varaforseti Bandaríkjanna, hefur skorað á Barack Obama að nýta færið sem nú gefst í upphafi nýs kjörtímabils til að grípa til róttækra aðgerða í loftslagsmálum, svo sem með álagningu kolefnisskatta. Þannig megi í senn þoka þjóðinni fjær fjárlagaþverhnípinu svokallaða (e. fiscal cliff) sem blasir við í lok þessa árs og loftslagsþverhnípinu (e. climate cliff). Líklegt er að aðgerðir af þessu tagi njóti meiri stuðnings meðal Bandaríkjamanna nú en áður, þar sem fellibylurinn Sandy virðist hafa vakið fólk harkalega til umhugsunar um áhrif manna á loftslag á jörðinni.
(Sjá frétt The Guardian í gær).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s