Manchester United efst í umhverfisdeildinni

Samtökin Carbon Trust hafa sent bréf til allra knattspyrnuliða í ensku úrvalsdeildinni, í 1.-3. deild og í skosku úrvalsdeildinni, þar sem þau eru hvött til að fylgja fordæmi Manchester United, Bolton Wanderers, Newcastle United og Bradford City, sem þegar hafa uppfyllt skilyrði Carbon Trust staðalsins um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum. Man. U. er komið lengst þessara liða í umhverfisstarfinu, en samtals hafa liðin fjögur náð að minnka árlega losun koltvísýrings um næstum 8.000 tonn sem jafngildir orkusparnaði upp á 1,2 milljónir sterlingspunda (um 250 millj. ísl. kr). Knattspyrnufélög eru ekki í hópi mestu mengunarvalda, en þau geta hins vegar haft umtalsverð áhrif á aðra með fordæmi sínu.
(Sjá frétt EDIE 9. nóvember).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s