Vörubrettaviðgerðir borga sig

Með frumlegri en einfaldri aðgerð hefur breska safaframleiðandanum Gerber tekist að minnka árlega koltvísýringslosun frá starfseminni um 763 tonn, spara 200.000 lítra af dísilolíu og 530.000 km akstur flutningabíla á breskum vegum. Aðgerðin fólst í því að setja upp flokkunar- og viðgerðarstöð fyrir vörubretti við verksmiðjur fyrirtækisins í Somerset. Með þessu urðu líka til 10 ný störf á svæðinu, auk þess sem Gerber getur nú séð minni aðilum í nágrenninu fyrir brettum og þannig stuðlað að enn meiri sparnaði. Verkefnið hefur verið tilnefnt til viðskiptaverðlauna Somerset 2012.
(Sjá frétt EDIE í gær).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s