25 tegundir prímata í bráðri útrýmingarhættu

Tuttuguogfimm tegundir prímata eru í bráðri útrýmingarhættu samkvæmt nýrri skýrslu sem hópur alþjóðlegra náttúruverndarsamtaka gaf út í gær. Grípa þarf til tafarlausra aðgerða ef koma á í veg fyrir útdauða þessara tegunda. Til prímata teljast apar, apakettir og lemúrar, auk manna. Margar þessara tegunda gegna lykilhlutverki í viðhaldi líffræðilegrar fjölbreytni í skógunum þar sem þeir lifa, m.a. með dreifingu fræja. Án þeirra minnkar geta skóganna til að veita mönnum vistfræðilega þjónustu á borð við drykkjarvatn, fæðu og efni til lyfjagerðar. Í skýrslunni er einnig að finna góð tíðindi, því að enn hefur engin tegund prímata orðið útdauð frá því um 1900, og í nokkrum tilvikum hefur orðið fjölgun í stofnum.
(Sjá frétt á heimasíðu IUCN í gær)

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s